Neysluvatn
- Vatnsból byggðarinnar er á Hofsstíg 1, borað var niður á 42 m og fóðrað alla leið.
- Tengigjald frá mörkum lóða og að húsi er 488.000.-
- Innifalið í tengigjaldi er efni og vinna við allt að 30m heimtaug, sé heimtaug lengri reiknast það sem tímavinna, Verð pr. m. umfram 30m er 3.000.- Ef þarf að rippa í gegnum klöpp reiknast það sem tímavinna.
- Lögninni er skilað með 32 mm þrívegsloka (ryðfríum) með skafti uppúr jörðu til að tappa af húsi.
- Lóðareigandi sér um að tengjast þrívegsloka í samráði við píparameistara.
- Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis og lóða fyrir árið 2022 er 50.696.- kr. Árlega skal greiða vatnsgjald af lóðum sem tengdar hafa verið vatnsveitu, gjalddagi er 1.mars ár hvert. Breytingar á vatnsgjaldi haldast í hendur við breytingu á byggingarvísitölu og er uppfært í febrúar ár hvert. Heimilt er að loka fyrir heimæðar hjá þeim sem vanrækja að greiða notkunargjald.
- Tenging á milli lóða er óheimil. Tenging við vatnsveitu Litla Hofs án leyfis er með öllu óheimil.
- Sírennsli er ekki leyfilegt. Heimilt er að loka fyrir heimæðar hjá þeim sem staðnir eru að sóun vatns.
Rafmagn
- Byggðin er tengd dreifkerfi RARIK.
- Rafmagn er lagt í jarðstrengjum með aðkomuvegum.
- Tengigjald á rafmagni er samkvæmt gjaldskrá RARIK.
Ljósleiðari
- Ljósleiðararör er komið í hverfið. Rangárljós annast lagningu ljósleiðara. Upplýsingar á: rangarljos.net
Rotþrær (frárennsli)
- Allt frárennsli frá húsum verður leitt í rotþrær í samræmi við kröfur heilbrigðisyfirvalda.
- Rotþrær verða staðsettar í samráði við byggingarfulltrúa sveitarfélags.
Litla-Hof vill benda á að öll verð á vefsíðunni eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur.