Litla Hof

Velkominn á vef Litla Hofs. Hér að ofan er hægt að sjá íbúðarhúsalóðir/sumarhúsalóðir á vef okkar.

Litla Hof er staðsett við Eystri Rangá í Rangárþingi ytra.

Vegalengd frá Reykjavík er 96 km og malbik alla leið. Ekið er beina leið á þjóðvegi eitt (90 km) og síðan er beygt til vinstri Keldnaveg númer 264, (sem er til móts við Hótel Rangá) þaðan er 6 km spotti að Litla Hofi.

Stutt er í alla þjónustu á Hellu eða Hvolsvelli, til að mynda matvöruverslanir, sundlaugar, læknisþjónusta, vínbúð, byggingavöruverslanir og veitingastaðir. Hella er 14 km frá og Hvolsvöllur er 11 km frá Litla Hofi. Golfvöllur er á Strönd, 8 km frá Litla Hofi.

Helstu náttúruperlur sem eru nálægar eru til að mynda Fjallabak, Hekla, Tindfjallajökull, Þórsmörk o.fl.

Íbúðarlóðirnar eru eignarlönd en hægt er að sækja um lögheimili.

Lóðirnar eru stórar og þar af leiðandi er byggingarmagn mikið. Á lóðum sem eru 3 ha og stærri er heimilt að reisa tvö einbýlishús samtals allt að 350 fm, tvö gestahús samtals allt að 100 fm, auk vélahús allt að 120 fm og 30 fm garðhús/verkfærahús á hverri lóð. Í byggingarmagni einbýlishúsa er bílageymsla meðtalin. Á lóðum undir 3 ha gilda aðrir skilmálar; sjá greinagerð. Byggingar skulu vera á einni hæð og skal leitast við að aðlaga hús sem best að landi. Byggingarefni er frjálst en ekki er heimilt að reisa gámahús á lóðunum. Útljós skulu ekki vera hærri en þrír metrar og notast skal við ljósabúnað og lýsingu sem beinir ljósinu niður.

Seljandi skilar vegi, köldu vatni, og ljósleiðararöri að lóðamörkum.